*

fimmtudagur, 27. janúar 2022
Innlent 27. nóvember 2021 10:22

Minni sala hjá Medis

Hagnaður lyfjafyrirtækisins Medis dróst saman um 10% á milli ára.

Ritstjórn
Jo Kim er framkvæmdstjóri Medis.
Aðsend mynd

Hagnaður lyfjafyrirtækisins Medis, dótturfélags Actavis, dróst saman um rúm 10% í fyrra og nam 6,3 milljónum evra eða sem nemur tæpum 927 milljónum íslenskra króna. Minni eftirspurn almennings eftir lyfseðilsskyldum lyfjum, sérstaklega í Evrópu, dró sölu saman um tæp 6% á milli ára en sala nam rúmlega 34 milljörðum króna á árinu 2020. 67 stöðugildi voru hjá Medis á síðasta ári. Til stóð að selja fyrirtækið árið 2018 á um 60-120 milljarða króna en að lokum var hætt við söluna. Framkvæmdastjóri Medis er Jo Kim.