*

miðvikudagur, 26. janúar 2022
Innlent 6. ágúst 2020 08:10

Minni samdráttur en á evrusvæðinu

Sænska hagkerfið dróst saman um 8,6% milli fyrsta og annars ársfjórðungs sem er minna en meðaltalið á evrusvæðinu.

Ritstjórn
Stokkhólmur, Svíþjóð
Haraldur Guðjónsson

Hagkerfi Svíþjóðar dróst minna saman en flestra annarra Evrópuþjóða á öðrum ársfjórðungi ársins. Verg landsframleiðsla dróst saman um 8,6% samanborið við fyrstu þrjá mánuði ársins, samkvæmt bráðbirgðamati Tölfræðistofnunar Svíþjóðar. 

Meðalsamdráttur á Evrusvæðinu nam 12% á sama tíma. Hagkerfi Spánar dróst mest saman eða um 18%. Þýska hagkerfið dróst saman um tíund. Hagkerfi Lettlands og Litháens voru þau einu sem upplifðu minni samdrátt á tímabilinu heldur en Svíþjóð. VLF Lettlands dróst saman um 7,5% og Litháens um 5,1%. 

Sjá einnig: Sænska leiðin veldur minni samdrætti

Viðbrögð sænskra stjórnvalda við heimsfaraldrinum hafa verið mjög umdeild en ákveðið var að halda skólum, veitingastöðum og landamærum opnum. Stjórnvöld og heilbrigðisyfirvöld brýndu þó fyrir fólki að vinna að heiman og halda fjarlægð frá hvort öðru. 

Dánartíðni í Svíþjóð, miðað við höfðatölu, var sú hæsta í Evrópu í nokkrar vikur í vor og um 20 sinnum meiri en í Noregi. Dánartíðnin í Svíþjóð í heildina frá því að faraldurinn hófst er þó lægri en í Belgíu, Spáni og Bretlandi, að því er segir í frétt Financial Times

Stikkorð: Svíþjóð