*

fimmtudagur, 20. júní 2019
Innlent 1. apríl 2018 12:28

Minni stuðningur við ríkisstjórnina

Í nýjum Þjóðarpúlsi Gallup sést að Vinstri græn tapa fylgi, Viðreisn eykur við sig og stuðningur við ríkisstjórnina minnkar.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Í nýjum Þjóðarpúlsi Gallup sést að Vinstri græn tapa fylgi, Viðreisn eykur við sig og stuðningur við ríkisstjórnina minnkar. Heilt yfir eru litlar breytingar á fylgi flokka milli mánaða en fylgi Vinstri grænna minnkar um nær þrjú prósentustig og fylgi Viðreisnar eykst um tæplega tvö prósentustig.

Nær 14% segjast myndu kjósa Vinstri græn færu kosningar til Alþingis fram í dag og rösklega 8% segjast myndu kjósa Viðreisn. Litlar breytingar eru á fylgi annarra flokka eða á bilinu 0,1 - 1,1 prósentustig. Rösklega 24% segjast myndu kjósa Sjálfstæðisflokkinn, ríflega 16% Samfylkinguna, tæplega 13% Pírata, rúmlega 9% Framsóknarflokkinn, nær 9% Miðflokkinn, um 5% Flokk fólksins og rösklega 1% aðra flokka.

Tæplega 9% taka ekki afstöðu eða neita að gefa hana upp og ríflega 6% svarenda segjast myndu skila auðu eða ekki kjósa ef kosið yrði til Alþingis í dag. Fylgi við ríkisstjórnina minnkar um tæplega 4 prósentustig milli mánaða, en rúmlega 60% þeirra sem taka afstöðu segjast styðja ríkisstjórnina. 

25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is