Samtök iðnaðarins segja að minni þörf sé á aðhaldi í hagstjórn á næsta ári heldur en á þessu ári sökum minni hagvaxtar og framleiðsluspennu í umsögn sinni um fjárlagafrumvarpið. Þá segir einnig að það sé mat SI að á næstunni muni einnig draga talsvert úr þörfinni fyrir aðhald í peningamálum.

Svigrúmið sem fáist við minna aðhaldsstig virðist hið opinbera þó fyrst og fremst taka til sín með auknum útgjöldum í stað fjárfestinga. SI telja áfram mikilvægt að greiða niður skuldir en að sama skapi sé mikilvægt að leggja aukna fjármuni til vegamála og forgangsraða í þágu innviða.