*

mánudagur, 21. september 2020
Innlent 9. desember 2019 07:11

Minni umsvif Friðriks Ómars

Rigg, félag söngvarans Friðriks Ómars Hjörleifssonar, skilaði 8,4 milljónum króna hagnaði á síðasta ári.

Ritstjórn
Friðrik Ómar tók þátt í Eurovision á sínum tíma ásamt söngkonunni Regínu Ósk.
AFP

Rigg, félag söngvarans Friðriks Ómars Hjörleifssonar, skilaði nokkurn veginn sama hagnaði á síðasta ári og þar áður, eða 8,4 milljónum króna þó að tekjurnar hefðu dregist saman um tæplega 42% milli ára, úr 126,8 milljónum í 74,1 milljón króna. Kostnaðurinn dróst saman um nærri sama hlutfall, eða tæplega 43%, í 65,6 milljónir króna.

Eigið fé félagsins jókst um 14,4%, í 26,9 milljónir, skuldirnar drógust saman um 38%, í 17,6 milljónir króna og þar með hækkaði eiginfjárhlutfallið úr 45,2% í 60,4%.

Stikkorð: uppgjör Friðrik Ómar Rigg