Leiða má líkur að því að betra hefði verið fyrir ríkissjóð að taka lægri upphæð að láni í erlendu skuldabréfaútboði sínu í síðustu viku. Þannig hefði mátt opna markaðinn og sækja sé meira fé síðar. Þetta kemur fram í vikulegum markaðsfréttum Íslenskra verðbréfa. Ástæða þessa er sú að hin mikla eftirspurn hefði átt að leiða til lægri vaxtakjara og því hefði mátt lækka kjörin með því að fara í annað útboð.

„Útlit er fyrir að kjörin hafi verið fest, en ekki uppboðsform með hámarkskröfu," segir í markaðsfréttum. 

Þar segir einnig að hér sé þó um mjög jákvætt skref að ræða sem ætti að hjálpa öðrum íslenskum aðilum að tryggja sér lánsfé.