*

miðvikudagur, 4. ágúst 2021
Innlent 27. október 2014 14:33

Minni velta á fasteignamarkaði

Heildarvelta á fasteignamarkaði vikuna 17. - 23. október nam 3.825 milljónum króna.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Fjöldi þinglýstra kaupsamninga á höfuðborgarsvæðinu 17. október til og með 23. október var 112. Þar af voru 87 samningar um eignir í fjölbýli, 18 samningar um sérbýli og 7 samningar um annars konar eignir en íbúðarhúsnæði. Þetta kemur fram á vef Þjóðskrár Íslands.

Heildarvelta vikunnar nam 3.825 milljónum króna og var meðalupphæð á hvern samning 34,1 milljón króna. Er veltan aðeins undir meðaltali síðustu tólf vikna, sem nemur 4.156 milljónum króna.