Velta Kögunar á fyrsta ársfjórðungi nam 4,1 mö.kr. sem er talsvert undir spá greiningadeildar Landsbankans sem hljóðaði upp á 5 ma.kr. Áætlanir félagsins gera ráð fyrir 19-20 ma.kr. veltu fyrir árið allt, en hingað til hefur þriðji ársfjórðungur er slakastur og sá fjórði bestur. Hagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði (EBITDA) sem hlutfall af veltu var þó hærri en greiningardeildin átti von eða 8,2% á móti 7,3% spá. Er það einkum betri afkoma hugbúnaðarhlutans en von var á sem orsaka hærra framlegðarhlutfall. Í krónum talið er EBITDA þó lægri en við áttum von á eða 337 m.kr. miðað við 369 m.kr. spá.

Hagnaður Kögunar á ársfjórðungnum nam 105,4 m.kr. sem er mun lægra en spá okkar sem var 255 m.kr. Orsakast mismunurinn aðallega af því að í spánni er gert ráð fyrir talsverðum gengishagnaði af erlendum skuldum sem eru um 1,4 ma.kr.. Gengishagnaður var hins vegar enginn á fjórðungnum.

Byggt á Vegvísi Landsbankans.