*

laugardagur, 31. júlí 2021
Innlent 6. október 2014 14:33

Minni velta á höfuðborgarsvæðinu

Velta á fasteignamarkaði í síðustu viku nam 3.705 milljónum króna.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Veltan á fasteignamarkaði á höfuðborgarsvæðinu í síðustu viku nam 3,7 milljörðum króna sem er undir meðaltali síðustu tólf vikna (4.144 milljónir króna). Þetta kemur fram á vef Þjóðskrár Íslands.

Alls voru gerðir 114 kaupsamningar í síðustu viku ig voru 90 samningar um eignir í fjölbýli, 19 samningar um sérbýli og 5 samningar um annars konar eignir en íbúðarhúsnæði. 

Það sem af er ári var langmesta veltan fyrstu vikuna í janúar en þá nam hún tæpum 9 milljörðum króna.