Velta á fasteignamarkaði frá 16. janúar til og með 22. janúar sl. nam 3.897 milljónum króna en það er nokkuð undir meðaltali síðustu tólf vikna sem nemur 4.950 milljónum króna. Þetta kemur fram í frétt Þjóðskrár Íslands .

Alls voru gerðir 83 samningar um eignir í fjölbýli, 15 samningar um sérbýli og 9 samningar um annars konar eignir en íbúðarhúsnæði. Meðalupphæð á hvern samning var 36,4 milljónir.