Við landamæri Kína og Norður-Kóreu, nánar tiltekið við Yalu ána, er vanalega stunduð blómleg viðskipti á milli Kínverja og Norður-Kóreumenn með sjávarfang. Það hefur þó breyst upp á síðkastið vegna viðskiptaþvingana sem vofa yfir Norður-Kóreu. Voru þvinganirnar samþykktar af Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna síðastliðinn laugardag - en taka gildi eftir mánuð.

Þvinganirnar hafa þau áhrif að lagt er bann á að taka á móti útflutningsvörum frá Norður-Kóreu. Sér í lagi eru það vörur á borð við kol, járn, blý og sjávarfang. Viðskiptaþvinganirnar eru settar á til þess að koma í veg fyrir að Norður-Kóreumenn hrindi af stað kjarnorkuáætlun sinni að fullum þunga. Um málið er fjallað ítarlega í umfjöllun Reuters um landamæraviðskiptin .

Hafa 30 daga

Nú hafa ríkin sem stunda viðskipti við Norður-Kóreu 30 daga til þess að innleiða strangari viðskiptaþvinganir - en tilgangur þeirra er að draga úr útflutningstekjum Norður-Kóreu um þriðjung, en eins og sakir standa eru útflutningstekjur ríkisins 3 milljarðar Bandaríkjadala árlega.

Blaðamaður Reuters sem heimsótti bæinn Dandong - þar sem að þriðjungur allra viðskipta á milli Kína og Norður-Kóreu fara fram. Samkvæmt þeim sem versluðu með fisk á svæðinu tjáðu blaðamanninum að nokkuð hafði hægst á útflutningi frá Norður-Kóreu til Kína.

Brú yfir Yula fljótið - landamæri Kína og Norður-Kóreu
Brú yfir Yula fljótið - landamæri Kína og Norður-Kóreu
© epa (epa)

Skotflaug Norður-Kórea
Skotflaug Norður-Kórea
© epa (epa)