*

þriðjudagur, 3. ágúst 2021
Innlent 28. október 2014 18:16

Minni vinna - Meiri framlegð

Stjórnvísi hélt haustráðstefnu sína á Grand hótel í dag. Fjallað var á ráðstefnunni um leiðir til að auka framlegð fyrirtækja

Ritstjórn

Stjórnunarfélagið Stjórnvísi hélt í dag haustráðstefnu sína á Grand hótel. Yfirskrift ráðstefnunnar var „Minni vinna - meiri framlegð - betri líðan“ en á henni voru ræddar ýmsar leiðir sem eru færar til að auka framlegð fyrirtækja.

Framsögumenn ráðstefnunnar voru þau Ólafur Ísleifsson, framkvæmdastjóri gæðamála við Háskólann á Bifröst; Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra; Páll Matthíasson forstjóri Landspítalans; Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Samtaka iðnaðarins og Teitur Guðmundsson, framkvæmdastjóri Heilsuverndar og formaður Stjórnvísi. Ráðstefnustjóri var Hrönn Greipsdóttir, fjárfestingastjóri Arev verðbréfa.