Sex af hverjum tíu Bretum hafa ekki gert erfðaskrá. Eðli málsins samkvæmt aukast líkur á að einstaklingur hafi gert erfðaskrá eftir því sem aldurinn færist yfir.

Þetta sýna niðurstöður könnunar sem framkvæmd var í Bretlandi. Flestir sem ekki hafa gert erfðaskrá segja ástæðuna skeytingarleysi.

Ókláraðar erfðaskrár geta valdið töluverðum vandræðum fyrir fjölskyldur. Í frétt breska dagblaðsins Telegraph um málið kemur fram að flestir giftir Bretar telji víst að falli þeir frá erfi makar þeirra allar eigur. Raunin er hins vegar önnur. Ef eigur eru meira en 250.000 punda virði þá erfir makinn 250.000 en börnin deila því sem fer umfram það. Ef eigur er minna en 250.000 punda virði þá erfa börnin ekkert.