Lars Christiansen, sérfræðingur á greiningardeild Danske Bank, telur þá stöðu sem íslensku bankarnir eru í með tilliti til skuldsetningar minna á þá stöðu sem norsku bankarnir upplifðu í upphafi tíunda áratugarins. Þetta kemur fram á norsku fréttaveitunni E24.

Christiansen vill ekki segja til um hvort íslensku bankarnir eiga eftir að lenda í fjármögnunarerfiðleikum, en telur óneitanlega samsvörun milli landslagsins á Íslandi í dag og hjá Norðmönnum fyrir rúmum áratugi síðan.

Christiansen telur jafnframt að heftari aðgangur að lánsfjármagni á heimsvísu muni tæpast koma íslensku bönkunum til góða: "Það er ljóst að bankarnir hafa vaxið hratt að undanförnu með tilheyrandi skuldsetningu, vanskil geta orðið talsverð við þær aðstæður," segir Christiansen.