Verðbréf
Verðbréf
© Associated Press (AP)
Nettó verðbréfaviðskipti milli innlendra og erlendra aðila voru jákvæð um 11,9 milljarða króna í júlí 2011. Nettó viðskipti innlendra aðila með erlend verðbréf voru jákvæð um 0,4 milljarða króna í mánuðinum. Innlendir aðilar hafa selt meira en þeir keyptu og þar með minnkað eign sína í erlendum verðbréfum.

Nettó viðskipti erlendra aðila með innlend verðbréf voru neikvæð um 12,3 milljarða króna í júlí 2011 og var mesta lækkunin í ríkisbréfum. Því er um útflæði fjármagns að ræða. Erlendir aðilar hafa selt meira en þeir keyptu og þar með lækkað eign sína í innlendum verðbréfum samkvæmt hagtölum Seðlabanka Íslands.