Kefla­vík­ur­flug­völl­ur hef­ur nú lokið fyrsta skrefi í kol­efn­is­vott­un Alþjóðasam­taka flug­valla (Airports Council In­ternati­onal), en verkefnið geng­ur út á að minnka um­hverf­isáhrif flug­valla. Þetta kem­ur fram í frétta­til­kynn­ingu frá Isa­via.

Verk­efnið skipt­ist í fjög­ur stig; kort­lagn­ingu kol­efn­is­spors, mark­miðasetn­ingu og minnk­un kol­efn­is­los­un­ar, minnk­un kol­efn­is­los­un­ar í sam­starfi við aðra rekstr­araðila á flug­vell­in­um og loka­stigið er kol­efnis­jöfn­un flug­vall­ar­ins.

Fyrsta stigið felst í grein­ingu á um­hverf­isáhrif­um rekst­urs flug­vall­ar­ins á nærum­hverfið og kort­lagn­ingu á kol­efn­is­spori starf­sem­inn­ar. Þessi vinna hef­ur tekið um fimm mánuði en hún er grund­völl­ur að því að sýna fram á ár­ang­ur í minnk­un kol­efn­is­los­un­ar á hvern farþega í vott­un­ar­ferl­inu.

Alls hafa 156 flug­vell­ir um all­an heim fengið vott­un ACA, en um þá fara 32,6% flug­um­ferðar í heim­in­um. Kefla­vík­ur­flug­völl­ur er á meðal 106 vottaðra flug­valla í Evr­ópu.