Söfnunarsjóður lífeyrisréttinda minnkaði í dag við hlut sinn í Tryggingamiðstöðinni (TM) þegar hann seldi þrjár milljónir hluta í félaginu, að því er fram kemur í flöggun frá félaginu. Við þetta fór eignarhlutur söfnunarsjóðsins úr 5,09% í 4,7%.

Sjóðurinn átti fyrir 38.741.484 hluti í TM og var í 6. sæti yfir 15 helstu hluthafa félagsins samkvæmt hluthafalista frá 7. október 2013. Eftir viðskiptin á sjóðurinn hins vegar eftir 35.741.484.

Ætla má að söluandvirði hlutarins miðað við gengi hlutabréfa TM á markaði nú sé 89,7 milljónir króna.