Ferðakostnaðarnefnd hefur ákvarðað að dapeningar til greiðslu gisti- og fæðukostnaðar ríkisstarfsmanna á erindum og ferðalögum innanlands verði lækkaðir. Þetta kemur fram í auglýsingu fjármálaráðuneytisins .

Dagpeningur fyrir gistingu og fæði í einn sólarhring lækkar úr 33.000 krónum í 26.000 krónur, sem gerir lækkun upp á 7.000 krónur.

Gisting í einn sólarhring verður 14.800 krónur, en var áður 22.200 krónur, sem er lækkun um 7.400 krónur.

Dagpeningar fyrir fæði í heilan og hálfan dag hækka um 300 og 150 krónur hvort um sig, og eru nú 11.200 og 5.600 krónur.