Einkaneysla á evrusvæðinu, sem stendur undir næstum 60% af vergri landsframleiðslu í hagkerfum aðildarríkjanna, minnkaði um 0,1% á fjórða ársfjórðungi síðasta árs, að því er fram kemur í nýjum hagtölum sem hagstofa Evrópusambandsins birti í gær.

Þetta er jafnframt í fyrsta skipti síðan árið 2001 sem einkaneysla dregst saman á milli ársfjórðunga, en á þriðja ársfjórðungi hafði hún aukist um 0,5%.