Í maí í ár var 26% minni fiskafli en í sama mánuði í fyrra, eða 106 þúsund tonn en var í fyrra 144 þúsund tonn.

Uppsjávaraflinn minnkaði en botnfiskaflinn jókst

Minnkaði uppsjávaraflinn um 41%, en hann fór úr 90 þúsund tonnum í fyrra í tæp 58 þúsund tonn í maí í ár. Botnfiskaflinn jóks hins vegar um 8%, eða úr tæpum 40 þúsund tonnum í tæp 43 þúsund tonn. Þar af jókst þorskaflinn um 20%.

Ef horft er á 12 mánaða tímabil hefur aflamagnið minnkað um rúmlega 214 þúsund tonn á milli ára, en það er mest megnis vegna minni uppsjávarafla.