Þrátt fyrir að flugvélar Icelandair hafi farið tvöfallt fleiri ferðir til útlanda í maí á þessu ári heldur en á sama tíma árið 2013 hefur vægi félagsins í millilandaflugi minnkað mikið.

Þreföldun flugumferðar

Flugumferð á þessum þremur árum hefur þrefaldast, en í maí 2013 voru farnar 20 áætlunarferðir á dag frá Keflavíkurflugvelli en í síðasta mánuði voru þær 58. Buðu 18 flugfélög uppá reglulegar ferðir frá Keflavíkurflugvelli í maí samanborið við fimm félög árið 2013.

Íslensku flugfélögin tvö eru langsamlega umsvifamest, Icelandair með um 60% flugferða og Wow með um 18%. En fyrir þremur árum var hlutfall Icelandair 80% og Wow air með um 10% ferða.

Tvöfallt fleiri ferðir Icalandair

Ef miðað er við fyrir ári síðan hafa umsvif Wow tvöfaldast, úr 161 brottför í maí í fyrra í 323 brottfarir í maí í ár samkvæmt talningu turisti.is . Á sama tíma hefur ferðum Icelandair fjölgað um fimmtung, en þeir hafa fjölgað ferðum sínum um nærri tvö hundruð, frá síðasta ári.

Ef miðað er við fyrir þremur árum hefur fjöldi brottfara Icalandair nærri tvöfaldast. Þrátt fyrir þetta fer hlutfall Icelandair minnkandi.