Samkvæmt niðurstöðu könnunar sem gerð var á vegum Alcans í Straumsvík um afstöðu íbúa í Hafnarfirði til stækkunar álversins kom fram að 51,5% íbúa væru andvígir stækkun álversins og 39% hlynntir stækkun. Greiningardeild Glitnis telur niðustöður könnunarinnar um stækkun álversins sýni að stuðningsmenn stækkunar eigi á brattan að sækja og minnkandi líkur séu á stækkun í Straumsvík.

Einnig telur greiningardeildin að komi ekki til stækkunar álvers í Straumsvík aukist væntanlega líkur á að byggt verði álver í Helguvík. Greiningardeildin telur að bygging álvers í Helguvík yrði auðveldari biti fyrir hagkerfið að kyngja og myndi ekki hafa eins þensluhvetjandi áhrif og stækkun álvers í Straumsvík.