Smásala í Bretlandi minnkaði um 0,4% í síðasta mánuði.

Sala á mat lækkaði aðeins lítillega í mars þrátt fyrir áhyggjur af hækkandi verðlagi, um 0,1%. Sala á fötum og skóm lækkaði um 1,7% í marsmánuði.

Englandsbanki lækkaði stýrivexti nýlega um 0,25%, í 5%. Það olli ótta um að ólga á fjármálamörkuðum og lánsfjárkrísa gætu leitt til samdráttar í efnahagskerfinu. Samkvæmt frétt BBC telja greiningaraðilar að tölur um minnkandi smásölu geri það ólíklegt að bankinn lækki stýrivexti frekar á næstunni.

Þetta er í fyrsta sinn í tæplega 2 ár sem sala vöru í smásölu minnkar í Bretlandi.