Vísitala neysluverðs í Bandaríkjunum hækkaði um 0,4% í aprílmánuði, sem er nokkuð minni hækkun heldur en í marsmánuði þegar vísitalan jókst um 0,6% á milli mánaða. Sérfræðingar telja að þetta gefi til kynna að verðbólguþrýstingur sé að minnka og færast nær því verðbólgumarkmiði sem Seðlabanki Bandaríkjanna stefnir að. Af þeim sökum er talið líklegra en ella að ekki sé von á stýrivaxtahækkunum hjá bankanum á næstunni, en á mánudaginn ákvað stjórn bankans að halda vöxtum óbreyttum í 5,25%.