Tekjur Visa uxu hægar á síðasta fjórðungi og fyrirtækið eyddi umtalsvert meira í að fá viðskiptavini sína til þess að nota kortin eða um 576 milljónir dala á fjórðungnum. Heildartekjur félagsins námu 2,38 milljörðyn dala sem er 12,6% meira en í fyrra. Hagnaður á hlut var 1,27 dalur sem var lítillega yfir spám sérfræðinga.

Gengi bréf Visa lækkaði um 1,7% eftir lokun markaða þrátt fyrir að hagnaður tímabilsins hafi verið umfram væntingar eða um 880 milljónir dala á móti 770 milljónum dala á sama tímabili í fyrra.