Ráðherrar OPEC ríkjanna hafa samþykkt að minnka framleiðslu sína um eina milljón olíufata á dag, en enn á eftir að ganga frá framkvæmd þess, segir í frétt Dow Jones.

Haft er eftir einum ráðherra að öll ríkin hafi nú samþykkt skerðinguna, en eftir eigi að ákveða hvort hún verði sett á raunverulega framleiðslu eða á framleiðsluþak ríkjanna, sem er 28 milljón olíuföt á dag.

Talið er að framleiðsla OPEC-ríkjanna í september hafi numið 27,55 milljónum fata á dag, segir í fréttinni.

Framleiðsluþak ríkjanna hefur ekki verið lækkað síðan árið 2004.