Fjármálakreppan mun orsaka atvinnumissi að minnsta kosti 20 milljóna manns, ef marka má nýja rannsókn á vegum SÞ. Þá mun heildarfjöldi atvinnulausra í heiminum öllum nema 210 milljónum. BBC segir frá þessu. Framkvæmdastjóri Alþjóðlegu vinnumálastofnunarinnar, Juan Somavia, segir að þessar niðurstöður séu skýr skilaboð til stjórnvalda um að einbeita sér að einstaklingum, ekki bara bönkum. Hann kallar eftir aukinni viðleitni til að takast á við afleiðingar atvinnuleysis.

„Orðræðan um fjármálakrísuna verður að miðast við hvað verður um fólk, störf þeirra og fyrirtækin sem það vinnur hjá,” segir Somavia. „Ef við höfum nægt fé til að dæla inn í fjármálakerfið þá er þetta ekki rétta augnablikið til að segja ‘já, en við höfum ekki fé til að huga að fólki’."

Somavia telur að ríkisstjórnir eigi að aðstoða smærri fyrirtæki, þar sem sameinaðir kraftar þeirri skapi flest störf.