Í viðtali við RÚV segir Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, að engar stjórnarmyndunarviðræður hafi átt sér stað en að flokkurinn eigi minnsta samleið með Sjálfstæðisflokknum.

Vinstrihreyfingin grænt framboð fékk næst flest atkvæði í kosningunum eða 15,8% og 10 þingmenn kjörna og bæta því við sig þremur mönnum. Katrín segir að í kosningunum hafi komið fram rík krafa um fjölbreytni og því sé ástæða til að fleiri flokkar sitji í ríkisstjórn en áður.

Þá segir hún jafnframt að fimm flokka stjórn með Viðreisn komi vel til greina enda væri það á einhvern hátt svar við kröfu kjósenda um fjölbreytni.