*

miðvikudagur, 19. febrúar 2020
Erlent 7. apríl 2017 18:30

Minnsta atvinnuleysi frá 2007

Atvinnuleysi í Bandaríkjunum hefur ekki verið lægra frá því í maí 2007.

Ritstjórn
european pressphoto agency

Atvinnuleysi í Bandaríkjunum hefur ekki verið lægra í tíu ár. Samkvæmt nýjustu tölum bættust við 98.000 störf í síðasta mánuði.

Gert hafði verið ráð fyrir 180.000 störfum, en þrátt fyrir það hefur atvinnuleysi lækkað úr 4,7% í febrúar, niður í 4,5%.

Atvinnuleysi hefur því ekki verið lægra frá því í maí 2007.

Hagfræðingar gera þó ráð fyrir því að bæta þurfi við 75.000 til 100.000 störfum á mánuði til þess að halda í við vöxt og þróun.

Í janúar og febrúar bættust við 200.000 störf í Bandaríkjunum og telst fullu atvinnustigi nú vera náð.

Stikkorð: Bandaríkin Hagtölur Atvinna Bandaríkin