*

þriðjudagur, 16. júlí 2019
Erlent 3. maí 2019 14:03

Minnsta atvinnuleysi í 49 ár

Atvinnuleysi í Bandaríkjunum hefur ekki mælst lægra í 49 ár.

Ritstjórn
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er eflaust himinlifandi með áfangann.
epa

Atvinnuleysi í Banadaríkjunum lækkaði úr 3,8% niður í 3,6% í síðasta mánuði. Er um að ræða minnsta atvinnuleysi sem mælst hefur síðan í desember árið 1969, eða í 49 ár. BBC greinir frá.

Þá sýna tölur að þetta stærsta hagkerfi heimsins hafi bætt við sig rúmlega 263 þúsund störfum í síðasta mánuði, sem er mun meiri fjöldi en gert hafði verið ráð fyrir.

Loks kemur fram að meðalárslaun hækkuðu um 3,2%. 

25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is