Um 517 þúsund manns fengu vinnu í Bandaríkjunum í janúar. Wall Street Journal greinir frá.

Þetta þýðir í raun að 517 þúsund störf hafi orðið til frá fyrri mánuði. Þetta er góðar fréttir fyrir bandarískt efnahagslíf. Hagfræðingar hafa haft áhyggjur af því að efnahagslífið sé að kólna en þetta bendir til hins gagnstæða.

Atvinnuleysi er 3,4% sem er minsnta atvinnuleysi í Bandaríkjunum í 53 ár. Á sama tíma og störfum fjölgar er hins vegar vísbendingar um að launahækkanir séu ekki eins miklar og áður.

Könnun Wall Street Journal meðal hagfræðinga gerði ráð fyrir miklu færri nýjum störfum, eða 187 þúsund, og atvinnuleysi yrði 3,6%