Ísland kemur mjög vel út úr fjölþjóðlegum samanburði OECD-ríkjanna á atvinnuleysi. Atvinnuleysi hjá fólki á aldrinum 15-29 ára og almenningi á aldrinum 15 til 65 ára er minnst á Íslandi, ef tekið er mið af tölum frá 2015. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýju riti OECD sem nefnist Society at a Glance .

Samkvæmt tölum Hagstofu Íslands þá mældist atvinnuleysi á Íslandi 2,9% árið 2015. Árið 2016 hefur það hins vegar farið lækkandi .

Þar er fjallað ítarlega um atvinnuleysi ungs fólks í ríkjum OECD. 15% fólks á aldrinum 15 til 29 voru hvorki í vinnu, námi eða starfsnámi, í OECD-löndunum, en það er um 40 milljónir manns. Einnig kemur fram að ef að VLF myndi aukast um 0,9-1,5% ef að þetta unga fólk væri virkjað til vinnu.

Hér á landi starfa margir með skóla og talið er að það sé einn af áhrifaþáttum þess að atvinnuþátttakan sé sú allra mesta hjá ungu fólki af löndum OECD.

Um málið er fjallað í Fréttablaðinu.