Bresk smásala í jólamánuðinum jókst aðeins um 0,3% á ársgrundvelli miðað við desember 2006, en salan þá jókst um 2,5% frá fyrra ári, og eru sölutölurnar þær lægstu síðan jólin 2004, að því kemur fram í upplýsingum frá Samtökum breskra smásala, British Retail Consortium, sem birtar voru í dag.

Meðalvöxtur miðað við þriggja mánaða tímabil minnkaði úr 1,8% í 0,8% í nóvember og heildarsalan minnkaði úr 3,8% í 2,8% á ársgrundvelli, sem endurspeglar stöðugan vöxt í verslunarrými á sama tíma.

„Niðurstaðan er að sumu leyti verri en við bjuggumst við og bendir til að fyrri helmingur 2008 verði mikil áskorun [fyrir verslunareigendur],” segir Kevin Hawkins, framkvæmdastjóri samtakanna. Hann segir að í ljósi þess að mörg heimili eigi eftir að finna fyrir áhrifum liðinna vaxtahækkana breska seðlabankans, þarfnist bæði smásalar og framleiðendur vaxtaklækkunar, helst um hálft prósentustig.