Vísitala launa hækkaði um 0,8% í febrúar og hefur nú hækkað um 6,8% síðastliðna 12 mánuði. Þetta kemur fram hjá Hagstofu Íslands.

Að sögn greiningardeild Landsbankans er þetta minnsta hækkun vísitölunnar frá því um mitt ár 2005. Skýringin á því er sú að áhrif nýrra kjarasamninga eru ekki enn komin fram, en þeim verður samkvæmt Samtökum atvinnulífsins hrint í framkvæmd í lok mars. Áhrif þeirra munu því koma fram í næstu mælingum.

Verðbólga hefur síðustu mánuði verið meiri en hækkun launavísitölu og hefur kaupmáttur því minnkað. Greiningardeild Landsbankans telur að þessi þróun snúist líklega við í næsta mánuði, en bendir á að verðbólguhorfur hafa jafnframt versnað og því muni kaupmáttaraukning verða minni en ella.