Þröngt mega sáttir búa. Ef þú vilt hafa það notalegt í gömlu húsi með alla fjölskylduna nálægt þér þá er þetta húsið fyrir þig.

Minnsta húsið í Brussel verður boðið upp innan skamms. Húsið er 2.75 metrar á breidd og á fimm hæðum. Hver hæð er 16 fermetrar nema fyrsta hæðin sem er töluvert minni vegna þess að hluti af henni fer í útganginn út í port. Húsið var byggt á 17. öld og er steinsnar frá Grand Place, aðaltorginu í miðborg Brussel. Vefsíðan Stuff.co.nz segir frá þessu.

Húsið er á milli pizzustaðar og túristasjoppu svo það er stutt að fara ef þig langar í pizzu eða viðarplatta á vegginn með mynd af Brussel.

Húsið er þó ekki ókeypis og er upphafsboðið 28,3 milljónir króna.