Vínrækt í heiminum hefur ekki verið minni í fjögur ár. Slæm veðurskilyrði í Frakkland og Suður Ameríku höfðu neikvæð áhrif á framleiðslu víns. Þetta kemur fram í frétt breska ríkisútvarpsins (BBC).

Samtök vínframleiðenda reikna með 5% minni framleiðslu ef tekið er mið af árinu 2015. Framleiðslan á þessu ári væri einnig með þeim þrem verstu frá árinu 2000. Aukning var þó á vínframleiðslu í Ástralíu, Nýja Sjálandi og í Bandaríkjunum.

Mest vín var framleitt í Ítalíu á árinu, þrátt fyrir að framleiðsla hafi verið 2% minni milli ára. Frakkar framleiddu næst mest vín - en vínframleiðsla Frakka dróst saman um 12% eftir nokkuð erfitt vor, sem einkenndist af frosti og hagléli.

Ástandið í Suður-Ameríku var litlu skárra, en í Argentínu dróst framleiðslan saman 35%, í Síle um 21% og í Brasilíu um heil 50%, miðað við fyrri ár.