Vöruskipti voru jákvæð um 5,5 milljarða króna í nýliðnum mánuði, samkvæmt bráðabirgðatölum Hagstofunnar. Jafn lítill afgangur hefur ekki verið af vöruskiptum síðan efnahagslífið fór á hliðina fyrir fjórum árum. Afgangurinn var tæpir 15,6 milljarðar króna í september í fyrra og tæpir 11 milljarðar á árunum 2010 og 2009. Í september árið 2008 nam afgangurinn 7,1 milljarði króna. Fyrir þann tíma nam afgangurinn ýmist nokkuð hundruð milljónum króna eða neikvæður um nokkra milljarða.

Miðað við tölurnar nam verðmæti útflutnings 48,5 milljörðum króna og innflutnings tæpum 43 milljörðum króna.

TIl samanburðar var 12,5 milljarða króna afgangur af vöruskiptum í ágúst.