Á fyrstu þrem mánuðum þessa árs voru flutt inn 32.802 tonn af bensíni á bíla sem er minnsti bensíninnflutningur á fyrstu þrem mánuðum ársins síðan 2002. Það ár voru flutt inn 30.311 tonn á sama tímabili. Aftur á móti jókst innflutningur á bensíni á bíla í heild á síðasta ári miðað við árið 2008.

Samtals voru flutt inn 156.526 tonn af bensíni á árinu 2009 sem er 4,577 tonnum meira en árið 2008 þegar flutt voru inn 151.949 tonn af bensíni. Á árinu 2009 var bensíninnflutningurinn nánast sá sami og 2007 en samt 5 tonnum meiri. Mesti bensíninnflutningurinn síðastliðin tíu ár átti sér þó stað á árinu 2006 þegar flutt voru inn 165.305 tonn, að því er lesa má í tölum Hagstofu Íslands.