Ásmundur Einar Daðason, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, sagði á opnum fundi framsóknarmanna á Ísafirði í dag að ríkisstjórnin væri „að skoða möguleikann á kosningum í haust.

Auk þess minnti hann fundarmenn á það, að ríkisstjórnin hefði umboð til þess að sitja fram í apríl 2017. Þetta kemur fram á vef fréttablaðsins Bæjarins besta . Á fundinum sagði Ásmundur Einar að kosningarnar væru háðar því hvernig gengi að koma málum gegnum þingið.

Eftir að Sigmundur Davíð lét af embætti sínu sem forsætisráðherra og Sigurður Ingi Jóhannsson fyrrverandi landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra tók við embættinu lofuðu stjórnarflokkarnir því að gengið yrði til kosninga í haust og stjórnarsamstarfið stytt um eitt löggjafarþing.