Það var frumkvöðlafyrirtækið Mint Solutions sem hlaut verðlaunin Frumkvöðull ársins hjá Viðskiptablaðinu árið 2017. Bjarni Ólafsson, fráfarandi ritstjóri Viðskiptablaðsins og Trausti Hafliðason, nýr ritstjóri blaðsins, veittu verðlaunin við athöfn á Veitingastaðnum Apótekinu í dag.

Koma í veg fyrir alvarleg mistök

Á tólf mánuðum hefur MedEye lausn Mint Solutions komið í veg fyrir þúsundir mistaka við lyfjagjöf. Lausnin er nú notuð af um 10% hollenskra Sjúkrahúsa og eru fleiri að bætast við. Þá styttist í að lausnin fari í notkun í Belgíu og Bretlandi. Um 20 starfsmenn starfa hjá fyrirtækinu í dag en fyrirtækið var stofnað árið 2010.

Nánar er fjallað um Mint Solutions og fjölda annarra frumkvöðlafyrirtækja í Frumkvöðlum , nýju aukablaði Viðskiptablaðsins.