Möguleiki á stýrivaxtahækkun seðlabanka Bandaríkjanna hefur ýtt undir gengishækkun hlutabréfa á markaði þar í landi það sem af er dags. Mínútur, eða fundargerð peningastefnustjórnar Seðlabankans, verða gefnar út í dag.

Vísitala Standard & Poor's 500 hefur farið hækkandi um 0,36% í viðskiptum dagsins, NASDAQ hefur hækkað um 0,61% og Dow Jones Industrial Average vísitalan hefur hækkað um 0,04% í dag.

Fundargerðin gæti að mati fjárfesta gefið vísbendingar um stefnu bankans þegar kemur að stýrivaxtastefnu. Robert Kaplan, meðlimur stjórnarinnar og seðlabankastjóri Dallas, hefur sagst ætla að ýta á stýrivaxtahækkun í júní eða júlí á þessu ári.

Stýrivextir í Bandaríkjunum hafa verið mjög lágir í langan tíma, en það var fyrir skömmu síðan sem Janet Yellen seðlabankastjóri tilkynnti um 0,25-0,5 prósentustiga hækkun úr 0-0,25% í 0,25-0,5% stýrivexti. Þetta kemur fram í frétt Reuters .