George Bush, Bandaríkjaforseti, hefur skipað Frederic S. Mishkin í embætti seðlabankstjóra, segir greiningardeild Landsbankans.

?Seðlabankastjórarnir eru sjö talsins og eru skipaðir til fjórtán ára í senn. Mishkin var talsvert í sviðsljósinu á Íslandi fyrr á árinu, en hann er annar tveggja höfunda skýrslu um fjármálastöðugleika á Íslandi sem Viðskiptaráð gaf út í maí," segir greiningardeildin.

Mishkin er prófessor við Columbia háskóla í New York og ?er talinn einn af helstu sérfræðingum heims á sviði bankahagfræði," segir greiningardeildin. Hann hefur áður starfað sem prófessor við Princeton, Chicago og Northwestern háskólana.