Frederic Mishkin sagði í dag að ráðlegra væri að miða við almennar verðbólgumælingar heldur en kjarnaverðbólgu í vaxtaákvörðunum Seðlabanka Bandaríkjanna. Kjarnaverðbólga tekur ekki tillit til breytinga á matvæla- og orkuverði. Reuters segir frá þessu í dag.

Mishkin sagði að kjarnaverðbólgumælingar innihéldu mikilvægar upplýsingar fyrir stefnumótendur í efnahagsmálum. Hins vegar gæti ákveðið skekkja myndast til lengri tíma litið.

Mishkin sagði einnig í viðtölum í gær að betur myndi ganga að festa verðbólguvæntingar í sessi ef að seðlabankinn ynni eftir fyrirfram ákveðnu verðbólgumarkmiði.