Viðskiptaráð Íslands hefur ráðið hagfræðinginn, prófessor Frederic Mishkin, til að vinna skýrslu um íslenskt efnahagslíf í kjölfar mikillar umfjöllunar um fjármálamarkaði, bankakerfið og krónuna, segir í tilkynningu frá samtökunum.

Mishkin, sem hefur verið orðaður við stöðu aðstoðarseðlabankastjóra Bandaríkjanna, er einn virtasti hagfræðingur landsins og kennir við Kólumbíaháskóla í New York.

Niðurstöður skýrslunnar, sem Mishkin hefur unnið með hagfræðingnum Tryggva Þór Herbertssyni, verða kynntar í New York á miðvikudaginn.