Árangur af vinnumarkaðsúrræðum Vinnumálastofnunar hefur verið misjafn miðað við bráðabirgðatölur Vinnumálastofnunar.  Tölurnar sýna hve margir hafa tekið þátt í hverju verkefni fyrir sig auk þess hve margir hafa verið afskráðir af atvinnuleysisskrá þremur mánuðum eftir að úrræði lauk. Samkvæmt Karli Sigurðssyni, sviðsstjóra upplýsingatækni- og rannsóknasviðs Vinnumálastofnunar, er heildarþáttaka yfir 15.000 en að baki þeirri tölu séu á bilinu tíu til ellefu þúsund manns. Sumir hafa því tekið þátt í fleiri en einu úrræði.

Misjafn árangur

Ef rýnt er í tölur Vinnumálastofnunar og litið til þess hversu hátt hlutfall af þátttakendum í úrræðum fara af atvinnuleysisskrá  þremur mánuðum eftir að þátttöku í verkefni lýkur þá kemur í ljós að besti árangurin er af svokölluðum beinum starfsþjálfunarúrræðum. Venjan er sú að einstaklingar fara af atvinnuleysisskrá en greitt er með starfsmönnum í að hámarki
sex mánuði. Eftir starfsþjálfunarúrræði fóru 75% þáttakenda af atvinnuleysisskrá, 82% eftir nýsköpunar- og frumkvöðlaverkefni  og 54% eftir átaksverkefni.

Besti árangurinn er þó á meðal þeirra sem skráðir voru í verkefnið Nám er vinnandi vegur en 87% þátttakenda voru ekki lengur á atvinnuleysisskrá þremur mánuðum eftir að verkefninu lauk.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér að ofan.