Kostnaður á grunnskólanema á ársgrundvelli er afar misjafn og eru til að mynda dæmi um það að einn nemandi getur kostað á við sjö. Þetta er tekið saman í Morgunblaðinu .

Mismunurinn liggur meðal annars í því hvar skólinn er, þ.e. eftir landshlutum og svo spilar stærðarhagkvæmni og þjónustustig mikið inn í. Það getur því verið um fimmtánfaldur munur á rekstrarkostnaði grunnskóla á hvern íbúa í sveitarfélagi.

Í tölum Hagstofunnar um meðalkostnað á hvern grunnskólanema í september, þá er niðurstaðan sú að hver nemandi kostaði 1.791.292 krónur, sem er hækkun frá því í fyrra þegar meðalkostnaður hvers nemanda var 1.651.002 krónur á sama tíma í fyrra.

Talsverður munur er milli skóla og sveitarfélaga. Þetta kemur fram í lykiltölum úr rekstri sveitarfélaga fyrir árið 2015. En ef litið er á einstaka skóla þá kostar um 6.395.000 kr. að kenna hverjum nemenda í Grunnskólanum Hofgarði, en 937.000 krónur að kenna hverjum nemenda í Melaskóla.