FL Group birti eftir lokun markaða í gær uppgjör sitt fyrir annan ársfjórðung, segir greiningardeild Kaupþings banka.

?Niðurstaða fjórðungsins er tap uppá 118 milljónir króna og er það undir væntingum okkar um hagnað uppá tæplega 1.400 milljónir," segir greiningardeild Kaupþings banka. Greiningardeild Glitnis reiknaði með tapi sem næmi 640 milljónum króna á fjórðungnum.

?Spá okkar hljóðaði upp á 2 milljarða króna tap á fjórðungnum og er því FL Group að skila talsvert minna tapi en við höfðum reiknað með. Spáskekkjan liggur fyrst og fremst í vanáætluðum hagnaði af jákvæðum gjaldeyrisjöfnuði félagsins, en auk þess gekk rekstur Sterling betur en við höfðum gert ráð fyrir. Gengi bréfa FL Group hækkaði um 3,3% innan dagsins," segir greiningardeild Landsbankans.

Hún segir að á öðrum ársfjórðungi var afkoma af fjárfestingastarfseminni neikvæð að fjárhæð 1,9 milljarða króna, sem er í takt við væntingar greiningardeild Landsbankans.

?Eignasafn FL Group samanstendur mestmegnis af hlutabréfum í skráðum íslenskum félögum og félögum skráðum á Norðurlöndunum, en allir þeir markaðir lækkuðu á öðrum ársfjórðungi," segir greiningardeild Landsbankans.