Samningarnir sem gerðir voru um kaup Landsbankans á SpKef annars vegar og kaup Íslandsbanka á Byr hins vegar eru um margt frábrugðnir og það í veigamiklum atriðum, segir Guðlaugur Þór Þórðarson alþingismaður.

Hefur hann séð báða samningana og segir að það sem fyrst veki athygli er að Byrs-samningurinn er á ensku.

„Samningurinn um kaup Landsbankans á SpKef var á íslensku og sæmilega skýr og einfaldur, að því marki sem kaupsamningar á fjármálastofnunum geta verið skýrir og einfaldir. Svo er ekki að fara um Byrs-samninginn. Hann er á ensku lagamáli og mun flóknari en sá fyrri.“

Þegar farið er í gegnum samningana tvo segir Guðlaugur að þá sé mun skýrara og afdráttarlausara hvernig taka eigi á því ef virði eigna SpKef reynist lægra en stofnefnahagsreikningur hans gaf til kynna.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér að ofan.