Eins og fjallað var um hér á síðunni í síðustu viku lét Fréttastofa RÚV það nánast vera að ræða við Sjálfstæðismenn í aðdraganda kosninganna 2016. Þannig var það ekki fyrir kosningarnar nú, þó viðtölin hafi sjálfsagt verið mjög misjákvæð fyrir frambjóðendur íhaldsins.

Á hinn bóginn var sáralítið rætt við frambjóðendur Pírata (fjöldi viðtala við Birgittu Jónsdóttur, sem ekki var í framboði, draga hlutfall flokksins upp).

Aftur á móti er hlutfall Viðreisnar í hæstu hæðum, sem að verulegu leyti má rekja til formannsskipta korter í kosningar.

Tölfræði fjölmiðla 9 nóvember
Tölfræði fjölmiðla 9 nóvember
© Skjáskot (Skjáskot)