Hagnaður Pfizer, stærsta lyfjaframleiðanda heims, drógst saman um 87% á fyrsta ársfjórðungi og nam aðeins 301 milljón dollara. Í tilkynningu félagsins kemur fram að helstu ástæður þessa eru þær að félagið þurfti að færa til gjalda skattgreiðslur og þá hefur kynningarkostnaður vegna lyfja aukist. Á sama tíma greindi Eli Lilly frá því að hagnaður hefði aukist um 84% og næmi 737 milljónum dollara á fyrsta ársfjórðungi.

Sömuleiðis hefur Johnson&Johnson greint frá methagnaði á fyrsta ársfjórðungi vegna mikillar söluakiningar. Þá hefur Roche Holding greint frá 14% vexti í sölutekjum.